Minni vanskil
Frá lok júlí 2015 hefur hlutfall vanskila einstaklinga dregist saman um tæp 40%, úr 6,7% í 4,1%. Hlutfall lögaðila lána í vanskilum hefur á sama tíma dregist saman um 75% eða úr 16,3% í 4,1%. Heildarkröfuvirði einstaklinga og lögaðila í vanskilum hefur lækkað um 37 milljarða króna á þessum tólf mánuðum og stendur nú í 25,1 milljarði króna. Vanskil tengjast 4,1% af heildarlánasafni ÍLS en hlutfallið var 8,7% í lok júlí 2015.
Sala íbúða í eigu sjóðsins gengur vel
Sala íbúða hefur gengið vel það sem af er ári. Alls hafa 698 eignir verið seldar og kauptilboð samþykkt í 98 eignir til viðbótar. Sjóðurinn átti 809 eignir í lok júlí og hefur 93% þeirra verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða vinnslu. Til samanburðar voru eignir í eigu sjóðsins 1.522 í lok júlí árið 2015.
Ítarlegri umfjöllun má lesa hér í mánaðarskýrslu júlímánaðar
Frá lok júlí 2015 hefur hlutfall vanskila einstaklinga dregist saman um tæp 40%, úr 6,7% í 4,1%. Hlutfall lögaðila lána í vanskilum hefur á sama tíma dregist saman um 75% eða úr 16,3% í 4,1%. Heildarkröfuvirði einstaklinga og lögaðila í vanskilum hefur lækkað um 37 milljarða króna á þessum tólf mánuðum og stendur nú í 25,1 milljarði króna. Vanskil tengjast 4,1% af heildarlánasafni ÍLS en hlutfallið var 8,7% í lok júlí 2015.
Sala íbúða í eigu sjóðsins gengur vel
Sala íbúða hefur gengið vel það sem af er ári. Alls hafa 698 eignir verið seldar og kauptilboð samþykkt í 98 eignir til viðbótar. Sjóðurinn átti 809 eignir í lok júlí og hefur 93% þeirra verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða vinnslu. Til samanburðar voru eignir í eigu sjóðsins 1.522 í lok júlí árið 2015.
Ítarlegri umfjöllun má lesa hér í mánaðarskýrslu júlímánaðar