Vanskil einstaklinga dragast saman. Í lok júní nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 2,1 milljarði króna og var undirliggjandi lánavirði 20,5 milljarðar króna eða um 4,3% útlána sjóðsins til einstaklinga. Til samanburðar var undirliggjandi lánavirði vanskila útlána til einstaklinga 22,4 milljarðar í maí. Afrakstur vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu lögaðila hefur skilað sér í umtalsverðri lækkun vanskila. Fjárhæð vanskila vegna útlána til lögaðila í lok júní nam 555 milljónum króna og hefur hún lækkað um tæpa 2,5 milljarða frá upphafi árs 2016. Vanskil ná samtals til 4,8% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í ársbyrjun var 6,93%.
Ítarlegri umfjöllun má lesa hér í mánaðarskýrslu fyrir júní
Skrifað þann 09.08.2016