Vanskil einstaklinga lækka
Vanskil einstaklinga halda áfram að dragast saman. Í lok apríl nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 2,4 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 23,5 milljarðar króna eða um 4,75% útlána sjóðsins til einstaklinga. Sambærilegt hlutfall í síðasta mánuði var 5,2%. Heildarvanskil bæði einstaklinga og lögaðila ná samtals til 5,8% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í apríl 2015 var 8,3%. Hlutfall undirliggjandi lánavirðis í vanskilum lækkaði um samtals 2,7 milljarða króna milli mánaða.
Sala íbúða í eigu sjóðsins gengur vel
Sjóðurinn seldi samtals 204 fullnustueignir í mánuðinum. Til viðbótar þeim eignum sem seldar voru hefur
Íbúðalánasjóður samþykkt kauptilboð í 315 eignir og vinna nú tilboðsgjafar að
fjármögnun þeirra. Í lok mánaðar átti Íbúðalánasjóður 1.118 fullnustueignir
samanborið við 1.348 eignir í ársbyrjun. Sjóðurinn hefur selt 337 eignir á
árinu sem er sambærilegt við sama tímabil árið 2015 þegar seldar voru 342
eignir.
Ítarlegri umfjöllun má lesa í meðfylgjandi mánaðarskýrslu