Staða Íbúðalánasjóðs hefur batnað umtalsvert frá því sem var skömmu eftir hrun. Brugðist hefur verið við uppsöfnuðum uppgreiðsluvanda Íbúðalánasjóðs, m.a. með fjárfestingu lausfjárs í verðtryggðum skuldabréfum með föstum vöxtum. Viðskiptin sem fram fóru undir lok síðasta árs námu ríflega 70 milljörðum króna. Uppgreiðslur verða áfram áskorun sem leita þarf lausna við en kaupin á verðtryggðum fasteignalánum frá Eignasafni Seðlabankans tryggja bætta árlega afkomu sjóðsins um 1,1 milljarð næstu árin.
Gripið hefur verið til fjölbreyttra aðhaldsaðgerða hjá sjóðnum að undanförnu, stöðugildum hefur fækkað og skipulag verið einfaldað. Þá hefur ríkissjóður ekki þurft að leggja sjóðnum til aukið eigið fé frá árinu 2013. Í fjárhagsáætlun sjóðsins er ekki gert ráð fyrir eiginfjárframlagi frá hinu opinbera. Einu fjárframlög hins opinbera til Íbúðalánasjóðs samkvæmt fjárlögum næsta árs eru vegna vaxtaniðurgreiðslu félagslegra leiguíbúðalána sem sjóðurinn hefur umsjón með og framlag vegna tapaðs vaxtamunar vegna lækkunar höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána.
Sjóðurinn starfar sem kunnugt er samkvæmt mjög þröngum heimildum um hámarkslán í framhaldi af þeim lagabreytingum sem gerðar voru á árinu 2012 í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Ekki er hægt að segja að Íbúðalánasjóður eigi í beinni samkeppni við bankana um en ný útlán sjóðsins nema innan við 10% af heildarútlánum til íbúðarkaupa árlega síðustu þrjú ár í samanburði við húsnæðislán bankanna sem hafa á sama tíma verið á bilinu 200-300 milljarðar króna.
Íbúðalánajóður hefur hins vegar ríku hlutverki að gegna gagnvart landsbyggðinni og gagnvart efnaminni heimilum. Íbúðalánasjóður mismunar ekki lántakendum og allir sem uppfylla lágmarks skilyrði geta keypt eða byggt fasteign með láni frá sjóðnum. Þá býður sjóðurinn eingöngu upp á verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann sem eru góður valkostur fyrir þá sem ekki vilja búa við þá áhættu að vaxtakjörin verði endurskoðuð einhliða á 3-5 ára ára fresti líkt og þau kjör sem bjóðast hjá öðrum veitendum húsnæðislána.
Framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs er í mótun hjá stjórnvöldum en ljóst er að stöðugur húsnæðismarkaður er og mun áfram vera lykilþáttur í góðum lífsgæðum almennings hér á landi. Afar mikilvægt er að tryggja framboð af hagstæðri og öruggri langtímafjármögnun húsnæðislána fyrir íslensk heimili. Í dag varðveita heimilin í landinu þúsundir milljarða í eigin húsnæði og því skiptir stöðugleiki á fasteignamarkaði gríðarlega miklu máli.
Hermann Jónasson
forstjóri Íbúðalánasjóðs
Gripið hefur verið til fjölbreyttra aðhaldsaðgerða hjá sjóðnum að undanförnu, stöðugildum hefur fækkað og skipulag verið einfaldað. Þá hefur ríkissjóður ekki þurft að leggja sjóðnum til aukið eigið fé frá árinu 2013. Í fjárhagsáætlun sjóðsins er ekki gert ráð fyrir eiginfjárframlagi frá hinu opinbera. Einu fjárframlög hins opinbera til Íbúðalánasjóðs samkvæmt fjárlögum næsta árs eru vegna vaxtaniðurgreiðslu félagslegra leiguíbúðalána sem sjóðurinn hefur umsjón með og framlag vegna tapaðs vaxtamunar vegna lækkunar höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána.
Sjóðurinn starfar sem kunnugt er samkvæmt mjög þröngum heimildum um hámarkslán í framhaldi af þeim lagabreytingum sem gerðar voru á árinu 2012 í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Ekki er hægt að segja að Íbúðalánasjóður eigi í beinni samkeppni við bankana um en ný útlán sjóðsins nema innan við 10% af heildarútlánum til íbúðarkaupa árlega síðustu þrjú ár í samanburði við húsnæðislán bankanna sem hafa á sama tíma verið á bilinu 200-300 milljarðar króna.
Íbúðalánajóður hefur hins vegar ríku hlutverki að gegna gagnvart landsbyggðinni og gagnvart efnaminni heimilum. Íbúðalánasjóður mismunar ekki lántakendum og allir sem uppfylla lágmarks skilyrði geta keypt eða byggt fasteign með láni frá sjóðnum. Þá býður sjóðurinn eingöngu upp á verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann sem eru góður valkostur fyrir þá sem ekki vilja búa við þá áhættu að vaxtakjörin verði endurskoðuð einhliða á 3-5 ára ára fresti líkt og þau kjör sem bjóðast hjá öðrum veitendum húsnæðislána.
Framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs er í mótun hjá stjórnvöldum en ljóst er að stöðugur húsnæðismarkaður er og mun áfram vera lykilþáttur í góðum lífsgæðum almennings hér á landi. Afar mikilvægt er að tryggja framboð af hagstæðri og öruggri langtímafjármögnun húsnæðislána fyrir íslensk heimili. Í dag varðveita heimilin í landinu þúsundir milljarða í eigin húsnæði og því skiptir stöðugleiki á fasteignamarkaði gríðarlega miklu máli.
Hermann Jónasson
forstjóri Íbúðalánasjóðs