„Á fundi stjórnar Íbúðalánasjóðs í gær, 21. maí, var rætt viðtal við Peter Dohlman, sérfræðing hjá AGS, sem birtist í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær rætt.
Í viðtalinu kemur fram að AGS telji viðskiptamódel sjóðsins ónýtt og að nauðsynlegt sé að ná samkomulagi um nýja stefnu í húsnæðismálum og láta Íbúðalánasjóð hætta útlánum en mikilvægt sé að ný stofnun eða áætlun komi í staðinn.
Hér er tengill á viðtalið:
http://www.visir.is/ibudalanasjodur-onytur-i-nuverandi-mynd-ad-mati-ags/article/2015150529873
Stjórn Íbúðalánasjóðs tekur undir það með AGS að nauðsynlegt er að ljúka vinnu við framtíðarskipan húsnæðismála og ná sátt um nýja húsnæðisstefnu. Hinsvegar bendir stjórnin á að brýnt sé að gætt sé að því að breytingar á starfsemi sjóðsins séu vel ígrundaðar og undirbúnar þannig að sem minnst tjón hljótist af. „
Skrifað þann 22.05.2015