Íbúðalánasjóði bárust bindandi kauptilboð í öll sjö eignasöfn sjóðsins sem voru sett á sölu í október í fyrra. Um 400 íbúðir eru til sölu í sjö eignasöfnum en fasteignamat þeirra er um 6,5 milljarðar króna.
Söluferlið gengur samkvæmt áætlun og er nú unnið að samanburði kauptilboða og viðræður hafnar við þá aðila sem óska eftir að kaupa eignirnar. Verkefnisstjórn söluferlisins mun kynna niðurstöður vinnunnar fyrir stjórn Íbúðalánasjóðs þegar þær liggja fyrir.