Breytingar á hámarksfjárhæð og lánshlutfalli
Breytingar á reglugerð 522/2004 og 540/2006 voru undirritaðar af ráðherra 19. september síðastliðinn.
Breytingar þessar fela í sér eftirfarandi:
- Hámarkslán Íbúðalánasjóðs til einstaklinga hækkar úr 20
milljónum króna í 24 milljónir króna.
- Áskilið hlutfall hámarksfjárhæðar ÍLS-veðbréfs af
fasteignamati íbúðarhúsnæðis er hækkað úr 40% í 60%. Íbúðalánasjóði
verður heimilt að veita lán til einstaklinga til kaupa á fasteignum sem
metnar eru að hámarki 40 milljóna króna samkvæmt fasteignamati.
- Veðlánaflutningar lána sem tekin voru fyrir gildistöku
ákvæða um hlutfall hámarksfjárhæðar ÍLS-veðbréfa af fasteignamati
íbúðarhúsnæðis 5. júlí 2012, verða heimilaðir óháð fasteignamati eignar.
Starfsfólk Íbúðalánasjóðs veitir með ánægju frekari upplýsingar í síma 569 6900 og netfangið ils@ils.is.