Aðgerðir Ríkisstjórnar um lækkun verðtryggðra Íbúðalána voru samþykktar á Alþingi þann 16. maí 2014.
Um er að ræða beina niðurfærslu lána annars vegar og hins vegar heimild til ráðstöfunar iðgjalda séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa.
Ríkisskattstjóri hefur umsjón með úrræðunum og tekur á móti umsóknum á vef RSK www.leidretting.rsk.is.
Leiðbeiningar RSK má nálgast hér.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér málið.