Frá og með 1. mars n.k. verða breytingar á reglum Íbúðalánsjóðs varðandi upplýsingagjöf. Starfsfólki sjóðsins verður ekki heimilt að veita lántaka upplýsingar um stöðu lána nema hann gefi upp kennitölu, lánsnúmer og hringi úr símanúmeri sem hægt er að staðfesta að sé skráð á hann sjálfan. Ef lántaki getur ekki uppfyllt skilyrðin er starfsfólki heimilt að senda upplýsingarnar í pósti á lögheimili lántaka. Starfsmönnum er ekki heimilt að veita öðrum en lántaka upplýsingar um stöðu lána nema að fengnu umboði.
Við bendum á að upplýsingar um stöðu lána sinna getur lántaki ávallt nálgast í heimabanka sínum undir liðnum rafræn skjöl.