Efni námskeiðsins:
Fjallað er um húsnæðisfjármögnunarkerfi, uppgreiðanleg fjármögnunarskuldabréf, uppgreiðslu í húsnæðislánasöfnum og verðlagningu uppgreiðanlegra fasteignafjármögnunarbréfa með skilyrtum uppgreiðsluheimildum.
Meðal efnisatriða- Áhrifavaldar á uppgreiðslu fasteignalánasafna
- PSA-uppgreiðsluferlar og hvernig þeir nýtast til að leggja mat á uppgreiðsluhraða lánasafna
- Hvernig hefur uppgreiðsla í fasteignalánasöfnum áhrif á virði uppgreiðanlegra fasteignafjármögnunarbréfa?
- Verðlagning uppgreiðanlegra fasteignafjármögnunarbréfa sem byggjast á gegnumstreymi
- Verðlagning: Static yield, Z-spread, Option Adjusted Spread (OAS) o.m.fl.
Kennari er Brian P. Lancaster, prófessor í fjármálum við Stern School of Business í New York háskóla. Hann kennir námskeið í MBA-námi um fasteignafjármögnun á fjármálamarkaði.
Námskeiðið er ætlað fagfjárfestum og þeim sem starfa á skuldabréfamarkaði, sérfræðingum á sviði fjármála og þeim sem láta fjármögnunarkerfi húsnæðislána sig varða.
Tími: hægt er að velja milli 3 tímasetninga og eru námskeiðin kennd tvisvar fimmtudaginn 20. febrúar og einu sinni föstudaginn 21. febrúar:
20. febrúar kl: 8:00 - 12:0020. febrúar kl: 13:00 – 17:00
21. febrúar kl: 8:00 – 12:00
Staður: Opni Háskólinn, Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1. Stofa 216.