Breytt lánaframboð
Við innleiðingu á nýjum lögum um neytendalán taka gildi nýir lánaskilmálar. Lánveitingarnar verða fjármagnaðar út lánstímann. Lánin verða til 40 ára með með föstum vöxtum allan tímann, án vaxtaendurskoðunar.
Aukin upplýsingagjöf og nýjungar í greiðslu- og lánshæfismati og lánaferlum
Íbúðalánasjóður hefur öfluga rafræna greiðslumats- og umsóknarferla á vefsíðu sinni.
Frá og með 1. nóvember verður ennfremur kynnt til sögunnar nýtt upphaf í lántökuferlinu sem kallað er „Byrjaðu hér“ á vefsíðunni. Þar er hægt að framkvæma útreikning á greiðslugetu, áður en kauptilboð er gert í fasteign, á sama hátt og síðar er gert í greiðslumati án auðkenningar og án vistunar á persónuupplýsingum.
Næsta skref sem boðið er upp á í umsóknarferlinu er að nýta reiknivélina „Samanburður lána/yfirtaka lána“ til að bera saman lán og lánakosti áður en ákvörðun um val á þeim er tekin.
Þriðja skrefið er að gera greiðslu- og lánshæfismat sem byggir á kauptilboði í ákveðna eign. Þegar greiðslu- og lánshæfismat hefur verið staðfest fær lántakandi send í tölvupósti ítarleg gögn til að byggja ákvörðun um lántöku á. Þessi gögn eru:
- Niðurstöður greiðslu- og lánshæfismats.
- Staðlað eyðublað: Eyðublaðið inniheldur ítarlegar upplýsingar um efni lánssamningsins. Því er ætlað að gefa neytanda ítarlegar upplýsingar til að bera saman ólík lánatilboð. Þetta form er samræmt hjá öllum lánveitendum og í því koma fram greinargóðar upplýsingar um það lán sem í boði er. Sýnishorn af eyðublaðinu miðað við mismunandi lánsfjárhæðir er einnig aðgengilegt á vef sjóðsins.
- Samræmdar upplýsingar um lántöku: Neytendastofa gefur út samræmdar upplýsingar um lántöku þar sem finna má almennar upplýsingar og dæmi um breytingar á höfuðstól og greiðslubyrði verðtryggðra lána og dæmi um breytingar á greiðslubyrði óverðtryggðra lána sem allir lánveitendur byggja samræmda upplýsingagjöf sína á. Neytendastofa birtir einnig almennar upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár.
- Niðurgreiðslutafla I: Taflan sýnir ítarlega sundurliðaða greiðsluáætlun lánsins miðað við meðaltalsársverðbólgu síðastliðin 10 ár fyrir gerð samnings.
- Greiðsluáætlun: Sýnir ítarlega sundurliðaða greiðsluáætlun lánsins miðað við meðalverðbólgu síðustu 12 mánaða.
Þegar umsækjandi hefur kynnt sér niðurstöðu greiðslu- og lánshæfimats og þau gögn sem send voru með niðurstöðum greiðslumats sækir hann um lán.
Á vefsíðu sjóðsins er kynnt sú nýlunda að sýnileg verða gröf sem gefa til kynna þróun á breytum á markaðinum sem hafa áhrif á greiðslugetu lántakanda. Óhagstæð þróun þeirra getur orsakað greiðslu- og skuldavanda. Ef lántakandi vandar til gerðar greiðslumats og og gerir sér grein fyrir mögulegri þróun á markaði er hann betur í stakk búinn til að takast á við mögulegar niðursveiflur.
Gröfin sýna:
- Vísitölur þær sem lánin fylgja, auk launavísitölu. Einnig má skoða þróun þeirra frá mismunandi tímapunktum.
- Þróun íbúðaverðs og vísitölu neysluverðs.
- Þróun íbúðaverðs eftir landshlutum.
Kynntu þér málið á www.ils.is