Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í september 2013 námu 912 milljónum króna, en þar af voru 863 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í september 2012 um 1,3 milljörðum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 9,9 milljónir króna.
Í september skipaði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra nýja stjórn Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt breytingum á lögum um húsnæðismál frá júlí 2012 er nú gerð krafa um að forstjóri og stjórn sjóðsins standist kröfur Fjármálaeftirlitsins um hæfi.
Þann 24. september staðfesti matsfyrirtækið Moody´s lánshæfismat Íbúðalánasjóðs Ba1 með stöðugum horfum.
Ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa hækkaði í september. Nam hækkunin 4-20 punktum. Það sem af er ári hefur ávöxtunarkrafa HFF14 hækkað um 0,20%, HFF34 um 0,27% og HFF44 um 0,17%. Krafa HFF24 hefur lækkað um 0,03% á sama tímabili. Heildarvelta íbúðabréfa nam 33,6 milljörðum króna í september samanborið við 28,4 milljarða í ágúst 2013. Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu 7,9 milljörðum króna í september. Uppgreiðslur námu 1,4 milljörðum króna. Þann 4. september birti sjóðurinn tilkynningu um aukaútdrátt húsbréfa til greiðslu 15. nóvember 2013. Yfirlit um hin útdregnu bréf var birt í Lögbirtingablaðinu þann 15.september.
Þróun vanskila útlána
Áframhaldandi fækkun var á fjölda heimila í vanskilum í septembermánuði. Það sem af er ári hefur heimilum í vanskilum fækkað um rúm 10% eða 485 heimili. Hlutfall undirliggjandi lánavirðis einstaklinga í vanskilum heldur einnig áfram að lækka. Í lok september nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 4,7 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 80,4 milljarðar króna eða um 12,26% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,18% lækkun frá fyrri mánuði. Heimili í vanskilum eru 4.230 og þar af eru 640 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru 8,50% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok september 2013. Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 4,2 milljörðum króna og nam undirliggjandi lánavirði 32,8 milljörðum króna. Tengjast því vanskil 22,13% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,80% hækkun frá fyrri mánuði. Vanskil eða frystingar ná samtals til 14,08% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í september 2012 nam 15,48%.
Vanskil teljast hér lán í vanskilum umfram 90 daga vanskil og lán sem eru í frystingu.
Eignasafnið
Í lok september átti Íbúðalánasjóður 2.518 fullnustueignir um land allt og hefur eignunum fækkað um 57 frá því í lok ágústmánaðar.
Í útleigu voru 1.181 íbúðir um land allt. Langflestar þeirra eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær. Sjóðurinn hefur heimild til að leigja út íbúðir í almennri útleigu á þeim svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði. Þess vegna hefur Íbúðalánasjóður, á rúmu ári, fjölgað leiguíbúðum um 330 með því að leigja út íbúðir sem áður voru tómar.
Mikil áhersla er lögð á að bjóða til útleigu allar leiguhæfar íbúðir sjóðsins sem eru tómar og er nú unnið að lagfæringu eigna sem auglýstar verða á næstu mánuðum.
Það sem af er árinu 2013 hefur sala eigna gengið betur en á árinu 2012. Í september seldi Íbúðalánasjóður m.a. 54 íbúða fjölbýlishús við Vindakór til verktaka, en sjóðurinn eignaðist húsið rúmlega fokhelt árið 2009. Frá síðustu áramótun og til enda septembermánaðar hefur Íbúðalánasjóður selt 218 fasteignir en á sama tímabili 2012 seldi sjóðurinn 98 eignir. Þá hefur Íbúðalánasjóður selt 793 eignir frá ársbyrjun 2008. Í sölumeðferð voru 875 eignir, annað hvort komnar í sölu eða unnið er að söluskráningu þeirra. Nú vinnur eignasvið að því að skrá á fasteignasölur allar eignir sjóðsins sem ekki eru í útleigu. Þá voru 225 eignir óíbúðarhæfar en um 175 þeirra eru á byggingarstigi og þess vegna ófullgerðar. Í töflu hér til hliðar er yfirlit um staðsetningu eigna flokkað eftir landshlutum og nýtingu/ráðstöfun þeirra.
Allar fasteignasölur á landinu geta tekið eignir Íbúðalánasjóðs í sölumeðferð en í gildi er samstarfssamningur við Félag fasteignasala um verklag við sölu eigna sjóðsins. Eignir sjóðsins eru leigðar út á markaðsverði og er miðað við sambærilegar eignir eftir staðsetningu, stærð, aldri o.fl.
Af þeim 2.518 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok september hefur 2.090 eignum verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða annað. Þá biðu 428 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu.
Í september skipaði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra nýja stjórn Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt breytingum á lögum um húsnæðismál frá júlí 2012 er nú gerð krafa um að forstjóri og stjórn sjóðsins standist kröfur Fjármálaeftirlitsins um hæfi.
Þann 24. september staðfesti matsfyrirtækið Moody´s lánshæfismat Íbúðalánasjóðs Ba1 með stöðugum horfum.
Ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa hækkaði í september. Nam hækkunin 4-20 punktum. Það sem af er ári hefur ávöxtunarkrafa HFF14 hækkað um 0,20%, HFF34 um 0,27% og HFF44 um 0,17%. Krafa HFF24 hefur lækkað um 0,03% á sama tímabili. Heildarvelta íbúðabréfa nam 33,6 milljörðum króna í september samanborið við 28,4 milljarða í ágúst 2013. Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu 7,9 milljörðum króna í september. Uppgreiðslur námu 1,4 milljörðum króna. Þann 4. september birti sjóðurinn tilkynningu um aukaútdrátt húsbréfa til greiðslu 15. nóvember 2013. Yfirlit um hin útdregnu bréf var birt í Lögbirtingablaðinu þann 15.september.
Þróun vanskila útlána
Áframhaldandi fækkun var á fjölda heimila í vanskilum í septembermánuði. Það sem af er ári hefur heimilum í vanskilum fækkað um rúm 10% eða 485 heimili. Hlutfall undirliggjandi lánavirðis einstaklinga í vanskilum heldur einnig áfram að lækka. Í lok september nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 4,7 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 80,4 milljarðar króna eða um 12,26% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,18% lækkun frá fyrri mánuði. Heimili í vanskilum eru 4.230 og þar af eru 640 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru 8,50% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok september 2013. Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 4,2 milljörðum króna og nam undirliggjandi lánavirði 32,8 milljörðum króna. Tengjast því vanskil 22,13% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,80% hækkun frá fyrri mánuði. Vanskil eða frystingar ná samtals til 14,08% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í september 2012 nam 15,48%.
Vanskil teljast hér lán í vanskilum umfram 90 daga vanskil og lán sem eru í frystingu.
Eignasafnið
Í lok september átti Íbúðalánasjóður 2.518 fullnustueignir um land allt og hefur eignunum fækkað um 57 frá því í lok ágústmánaðar.
Í útleigu voru 1.181 íbúðir um land allt. Langflestar þeirra eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær. Sjóðurinn hefur heimild til að leigja út íbúðir í almennri útleigu á þeim svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði. Þess vegna hefur Íbúðalánasjóður, á rúmu ári, fjölgað leiguíbúðum um 330 með því að leigja út íbúðir sem áður voru tómar.
Mikil áhersla er lögð á að bjóða til útleigu allar leiguhæfar íbúðir sjóðsins sem eru tómar og er nú unnið að lagfæringu eigna sem auglýstar verða á næstu mánuðum.
Það sem af er árinu 2013 hefur sala eigna gengið betur en á árinu 2012. Í september seldi Íbúðalánasjóður m.a. 54 íbúða fjölbýlishús við Vindakór til verktaka, en sjóðurinn eignaðist húsið rúmlega fokhelt árið 2009. Frá síðustu áramótun og til enda septembermánaðar hefur Íbúðalánasjóður selt 218 fasteignir en á sama tímabili 2012 seldi sjóðurinn 98 eignir. Þá hefur Íbúðalánasjóður selt 793 eignir frá ársbyrjun 2008. Í sölumeðferð voru 875 eignir, annað hvort komnar í sölu eða unnið er að söluskráningu þeirra. Nú vinnur eignasvið að því að skrá á fasteignasölur allar eignir sjóðsins sem ekki eru í útleigu. Þá voru 225 eignir óíbúðarhæfar en um 175 þeirra eru á byggingarstigi og þess vegna ófullgerðar. Í töflu hér til hliðar er yfirlit um staðsetningu eigna flokkað eftir landshlutum og nýtingu/ráðstöfun þeirra.
Allar fasteignasölur á landinu geta tekið eignir Íbúðalánasjóðs í sölumeðferð en í gildi er samstarfssamningur við Félag fasteignasala um verklag við sölu eigna sjóðsins. Eignir sjóðsins eru leigðar út á markaðsverði og er miðað við sambærilegar eignir eftir staðsetningu, stærð, aldri o.fl.
Af þeim 2.518 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok september hefur 2.090 eignum verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða annað. Þá biðu 428 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu.