Fréttir af markaði
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí 2013 námu 1,1 milljarði króna, en þar af voru 800 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júlí 2012 um 1 milljarði króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 10,2 milljónir króna. Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 502 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 850 lán á sama tímabili í fyrra.
Ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa lækkaði í júlí. Nam lækkunin 16-61 punkti. Það sem af er ári hefur ávöxtunarkrafa HFF14 hækkað um 0,58%, HFF34 um 0,10% og HFF44 um 0,03%. Krafa flokks HFF24 hefur lækkað um 0,26% á sama tímabili.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 30,4 milljörðum króna í júlí samanborið við 32,2 milljarða í júní 2013. Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu um 410 milljónum króna í júlí. Uppgreiðslur námu 1,9 milljörðum króna.
Þróun vanskila útlána
Í lok júlí nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 5,0 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 85,2 milljarðar króna eða um 12,88% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,04% lækkun frá fyrra mánuði. Hlutfall lánsfjárhæðar í vanskilum í lok mánaðarins var 1,75% lægra en sama hlutfall í júlí 2012 þegar vanskil náðu hámarki. Heimili í vanskilum eru 4.482 og þar af eru 627 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru því 8,95% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok júlí 2013.
Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 4,1 milljarði króna og nam undirliggjandi lánavirði 31,1 milljarði króna. Tengjast því vanskil um 20,96% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,14% lækkun frá fyrri mánuði og er 1,0% lægra hlutfall en í lok júlí 2012.
Vanskil eða frystingar ná samtals til 14,37% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í júlí 2012 nam 15,97%.
Vanskil teljast hér lán í vanskilum umfram 90 daga vanskil og lán sem eru í frystingu.
Eignasafnið
Í lok júlí átti Íbúðalánasjóður 2.578 fullnustueignir um land allt og hefur þeim fjölgað um 35 frá því í lok júní sl. Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila, en tæpur helmingur eignanna var áður í eigu einstaklinga.
Í útleigu voru 1.197 íbúðir um land allt. Langflestar þeirra eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær. Sjóðurinn hefur einnig heimild til að leigja út eignir í almennri útleigu á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði.
Þá voru 283 íbúðir af fullnustueignum sjóðsins óíbúðarhæfar. Flestar þessara íbúða eru á byggingarstigi og því ekki fullbúnar en nokkur hluti þeirra er óíbúðarhæfur vegna aldurs og ástands. Óíbúðarhæfum íbúðum hefur fækkað nokkuð síðustu mánuði.
Í sölumeðferð voru 860 íbúðir, annað hvort komnar í sölu eða unnið er að söluskráningu þeirra. Í töflu hér til hliðar er yfirlit um staðsetningu eigna flokkað eftir landshlutum og nýtingu/ráðstöfun þeirra.
Frá ársbyrjun til júlíloka hefur Íbúðalánasjóður selt 127 eignir. Á sama tíma í fyrra seldi sjóðurinn 71 eignir og hefur hann selt 702 eignir frá ársbyrjun 2008.
Af þeim 2.578 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok júlí hefur 2.109 eignum verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. Þá biðu 469 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu.
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí 2013 námu 1,1 milljarði króna, en þar af voru 800 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júlí 2012 um 1 milljarði króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 10,2 milljónir króna. Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 502 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 850 lán á sama tímabili í fyrra.
Ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa lækkaði í júlí. Nam lækkunin 16-61 punkti. Það sem af er ári hefur ávöxtunarkrafa HFF14 hækkað um 0,58%, HFF34 um 0,10% og HFF44 um 0,03%. Krafa flokks HFF24 hefur lækkað um 0,26% á sama tímabili.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 30,4 milljörðum króna í júlí samanborið við 32,2 milljarða í júní 2013. Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu um 410 milljónum króna í júlí. Uppgreiðslur námu 1,9 milljörðum króna.
Þróun vanskila útlána
Í lok júlí nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 5,0 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 85,2 milljarðar króna eða um 12,88% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,04% lækkun frá fyrra mánuði. Hlutfall lánsfjárhæðar í vanskilum í lok mánaðarins var 1,75% lægra en sama hlutfall í júlí 2012 þegar vanskil náðu hámarki. Heimili í vanskilum eru 4.482 og þar af eru 627 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru því 8,95% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok júlí 2013.
Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 4,1 milljarði króna og nam undirliggjandi lánavirði 31,1 milljarði króna. Tengjast því vanskil um 20,96% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,14% lækkun frá fyrri mánuði og er 1,0% lægra hlutfall en í lok júlí 2012.
Vanskil eða frystingar ná samtals til 14,37% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í júlí 2012 nam 15,97%.
Vanskil teljast hér lán í vanskilum umfram 90 daga vanskil og lán sem eru í frystingu.
Eignasafnið
Í lok júlí átti Íbúðalánasjóður 2.578 fullnustueignir um land allt og hefur þeim fjölgað um 35 frá því í lok júní sl. Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila, en tæpur helmingur eignanna var áður í eigu einstaklinga.
Í útleigu voru 1.197 íbúðir um land allt. Langflestar þeirra eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær. Sjóðurinn hefur einnig heimild til að leigja út eignir í almennri útleigu á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði.
Þá voru 283 íbúðir af fullnustueignum sjóðsins óíbúðarhæfar. Flestar þessara íbúða eru á byggingarstigi og því ekki fullbúnar en nokkur hluti þeirra er óíbúðarhæfur vegna aldurs og ástands. Óíbúðarhæfum íbúðum hefur fækkað nokkuð síðustu mánuði.
Í sölumeðferð voru 860 íbúðir, annað hvort komnar í sölu eða unnið er að söluskráningu þeirra. Í töflu hér til hliðar er yfirlit um staðsetningu eigna flokkað eftir landshlutum og nýtingu/ráðstöfun þeirra.
Frá ársbyrjun til júlíloka hefur Íbúðalánasjóður selt 127 eignir. Á sama tíma í fyrra seldi sjóðurinn 71 eignir og hefur hann selt 702 eignir frá ársbyrjun 2008.
Af þeim 2.578 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok júlí hefur 2.109 eignum verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. Þá biðu 469 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu.