Úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis má lesa áfellisdóm yfir stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, allt frá stofnun Íbúðalánasjóðs árið 1999. Að mati skýrsluhöfunda hefur aðkoma yfirvalda og rekstur sjóðsins einkennst af skorti á fagmennsku. Íbúðalánasjóður telur skýrsluna geta komið að góðum notum við stefnumótun í húsnæðismálum.
Tap Íbúðalánasjóðs er 64 milljarðar – ekki 270 milljarðar
Tap Íbúðalánasjóðs er hvergi nálægt þeim 270 milljörðum sem birst hafa í fréttum. Frá 1999 hefur Íbúðalánasjóður tapað 41 milljarði og lagt aðra 23 milljarða í varasjóð til að mæta útlánatöpum framtíðar. Samtals eru þetta 64 milljarðar. Af þeirri upphæð eru 92% til komin vegna bankahrunsins. Hvort sem talað er á forsendum reikningsskila eða samkvæmt almennri málvenju er ekki með nokkru móti hægt að tala um 270 milljarða tap, enda gera skýrsluhöfundar það alls ekki.
„...bókfært tap á árunum 1999–2012 nemur alls 100 milljörðum króna á verðlagi ársins 2012. [...] Hugsanlegt tap sjóðsins í framtíðinni, vegna stöðu hans í árslok 2012, er á bilinu 32–170 milljarðar króna. [...] Allar fjárhæðir í töflunni eru byggðar á ófullkomnu mati, [...] og þarf því að taka með fyrirvara. Líta má á heildarniðurstöðuna sem hámark á hugsanlegu tapi sjóðsins í framtíðinni miðað við stöðu hans og markaðsaðstæður í lok árs 2012.” Skýrsla RNA um ÍLS, bindi 3. 14. kafli, bls. 139-140.
Markvisst hefur verið unnið að úrbótum hjá sjóðnum
Í skýrslunni er farið hörðum orðum um marga þætti í rekstri sjóðsins á fyrri árum. Frá því núverandi stjórn Íbúðalánasjóðs tók við árið 2011 hafa allir ferlar útlána tekið stakkaskiptum og áhættustýring og innra eftirlit sjóðsins hefur verið stórbætt. Innan Íbúðalánasjóðs verður farið kerfisbundið yfir allar athugasemdir í skýrslunni til að tryggja mikilvægar úrbætur, hafi þeim ekki þegar verið hrint í framkvæmd.
Fyrirspurnir rannsóknarnefndarinnar náðu ekki til áranna 2011-2013
Rannsóknarnefndin kallaði ekki eftir upplýsingum um þær breytingar og endurbætur sem gerðar hafa verið innan sjóðsins frá árinu 2011. Ummæli skýrsluhöfunda um vanhæfni starfsmanna eða stjórnenda tengjast því ekki núverandi rekstri eða stjórnendum.
Alþingi hefur skýrsluna og valdið til aðgerða
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru mikilvægar ábendingar varðandi grunnþætti í starfsemi og umgjörð sjóðsins. Frá árinu 2011 hefur sjóðurinn vakið athygli stjórnvalda á ýmsum þessara þátta. Rannsóknarskýrslan er nú í höndum Alþingis sem hefur valdið til að bregðast við þeim ábendingum sem þar koma fram.
Tap Íbúðalánasjóðs er 64 milljarðar – ekki 270 milljarðar
Tap Íbúðalánasjóðs er hvergi nálægt þeim 270 milljörðum sem birst hafa í fréttum. Frá 1999 hefur Íbúðalánasjóður tapað 41 milljarði og lagt aðra 23 milljarða í varasjóð til að mæta útlánatöpum framtíðar. Samtals eru þetta 64 milljarðar. Af þeirri upphæð eru 92% til komin vegna bankahrunsins. Hvort sem talað er á forsendum reikningsskila eða samkvæmt almennri málvenju er ekki með nokkru móti hægt að tala um 270 milljarða tap, enda gera skýrsluhöfundar það alls ekki.
„...bókfært tap á árunum 1999–2012 nemur alls 100 milljörðum króna á verðlagi ársins 2012. [...] Hugsanlegt tap sjóðsins í framtíðinni, vegna stöðu hans í árslok 2012, er á bilinu 32–170 milljarðar króna. [...] Allar fjárhæðir í töflunni eru byggðar á ófullkomnu mati, [...] og þarf því að taka með fyrirvara. Líta má á heildarniðurstöðuna sem hámark á hugsanlegu tapi sjóðsins í framtíðinni miðað við stöðu hans og markaðsaðstæður í lok árs 2012.” Skýrsla RNA um ÍLS, bindi 3. 14. kafli, bls. 139-140.
Markvisst hefur verið unnið að úrbótum hjá sjóðnum
Í skýrslunni er farið hörðum orðum um marga þætti í rekstri sjóðsins á fyrri árum. Frá því núverandi stjórn Íbúðalánasjóðs tók við árið 2011 hafa allir ferlar útlána tekið stakkaskiptum og áhættustýring og innra eftirlit sjóðsins hefur verið stórbætt. Innan Íbúðalánasjóðs verður farið kerfisbundið yfir allar athugasemdir í skýrslunni til að tryggja mikilvægar úrbætur, hafi þeim ekki þegar verið hrint í framkvæmd.
Fyrirspurnir rannsóknarnefndarinnar náðu ekki til áranna 2011-2013
Rannsóknarnefndin kallaði ekki eftir upplýsingum um þær breytingar og endurbætur sem gerðar hafa verið innan sjóðsins frá árinu 2011. Ummæli skýrsluhöfunda um vanhæfni starfsmanna eða stjórnenda tengjast því ekki núverandi rekstri eða stjórnendum.
Alþingi hefur skýrsluna og valdið til aðgerða
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru mikilvægar ábendingar varðandi grunnþætti í starfsemi og umgjörð sjóðsins. Frá árinu 2011 hefur sjóðurinn vakið athygli stjórnvalda á ýmsum þessara þátta. Rannsóknarskýrslan er nú í höndum Alþingis sem hefur valdið til að bregðast við þeim ábendingum sem þar koma fram.