Íbúðalánasjóður harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Eirar. Sjóðurinn hefur sýnt fullan vilja til að vinna með aðilum málsins að lausn þess og mun gera það áfram.
Vegna umræðu um lánveitingar til Eirar telur sjóðurinn rétt að taka eftirfarandi fram:
1. Íbúðalánasjóður lánaði allt að 80% af byggingarkostnaði leiguíbúða Eirar.
2. Lánin voru veitt þegar íbúðirnar voru fullbúnar, gegn framlögðum reikningum fyrir byggingarkostnaði.
3. Lánin voru tryggð með fyrsta veðrétti í íbúðunum sjálfum í samræmi við ákvæði laga.
4. Lánveitingar sjóðsins og veðsetningar voru eingöngu til uppbyggingar á viðkomandi íbúðum en ekki til annarra fjárfestinga.
5. Íbúðirnar voru með öllu kvaðalausar við veðsetningu, enda hefði ekkert orðið úr lánveitingum sjóðsins án þinglýsingar lána.
Vegna umræðu um lánveitingar til Eirar telur sjóðurinn rétt að taka eftirfarandi fram:
1. Íbúðalánasjóður lánaði allt að 80% af byggingarkostnaði leiguíbúða Eirar.
2. Lánin voru veitt þegar íbúðirnar voru fullbúnar, gegn framlögðum reikningum fyrir byggingarkostnaði.
3. Lánin voru tryggð með fyrsta veðrétti í íbúðunum sjálfum í samræmi við ákvæði laga.
4. Lánveitingar sjóðsins og veðsetningar voru eingöngu til uppbyggingar á viðkomandi íbúðum en ekki til annarra fjárfestinga.
5. Íbúðirnar voru með öllu kvaðalausar við veðsetningu, enda hefði ekkert orðið úr lánveitingum sjóðsins án þinglýsingar lána.