Íbúðalánasjóður hefur nú auglýst fjárstyrki til þróunar tækninýjunga eða annarra umbóta í byggingariðnaði í samræmi við ákvæði laga um húsnæðismál og 7. kafla reglugerðar nr. 57/2009 um lánaflokka Íbúðalánasjóðs.
Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, styttingar byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði.Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Umsóknarfrestur er til 14. júní nk.