Ársreikningur Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2012 var staðfestur af stjórn sjóðsins í gær, 26.mars. Rekstrarniðurstaða ársins 2012 var neikvæð sem nemur 7.856 milljónum króna samanborið við 986 milljóna króna hagnað árið á undan. Eigið fé Íbúðalánasjóðs í árslok var 14,7 milljarðar að teknu tilliti til aukningar stofnfjár að fjárhæð 13 milljarðar króna sem greidd verður til sjóðsins í formi ríkisskuldabréfa miðað við 1. janúar 2013. Eigið fé nam 9,55 milljörðum í árslok 2011. Eiginfjárhlutfall sjóðsins sem reiknað er samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðalánasjóð er 3,2% en var 2,3% í upphafi árs. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0% og viðræður við stjórnvöld miða að því að uppfylla ákvæði reglugerðar. Og hér má horfa á upptöku af kynningarfundi um afkomuna sem fram fór í morgun.
Skrifað þann 27.03.2013