Vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um stöðu og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs vill Íbúðalánasjóður taka eftirfarandi fram:
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að framtíðarfyrirkomulagi íbúðalána sjóðsins og fjármögnun nýrra útlána og er sú vinna langt komin. Einnig er starfandi starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk sjóðsins og er þeim starfshópi ætlað að skila áfangaskýrslu fyrir lok marsmánaðar.
Tekið skal fram að ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um framangreind atriði sem snúa að lánaframboði, fjármögnun þeirra útlána eða að mögulegri breytingu á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Slíkar ákvarðanir verða kynntar þegar þær liggja fyrir.
Samhliða birtingu ársuppgjörs Íbúðalánasjóðs sem áætluð er í viku 12 er stefnt að því að kynna nánar stöðu og horfur í rekstri sjóðsins eftir því sem frekast er unnt.
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að framtíðarfyrirkomulagi íbúðalána sjóðsins og fjármögnun nýrra útlána og er sú vinna langt komin. Einnig er starfandi starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk sjóðsins og er þeim starfshópi ætlað að skila áfangaskýrslu fyrir lok marsmánaðar.
Tekið skal fram að ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um framangreind atriði sem snúa að lánaframboði, fjármögnun þeirra útlána eða að mögulegri breytingu á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Slíkar ákvarðanir verða kynntar þegar þær liggja fyrir.
Samhliða birtingu ársuppgjörs Íbúðalánasjóðs sem áætluð er í viku 12 er stefnt að því að kynna nánar stöðu og horfur í rekstri sjóðsins eftir því sem frekast er unnt.