Stjórn Íbúðalánasjóðs tók í dag, 23 janúar 2013, ákvörðun um stofnun leigufélags um hluta af fasteignum sjóðsins. Leigufélagið yfirtekur eignarhald og rekstur 524 fasteigna Íbúðalánasjóðs um land allt frá og með 1. janúar 2013. Meirihluti eignanna er nú þegar í útleigu.
Hið nýstofnaða félag heitir Leigufélagið Klettur ehf. og verður fyrst um sinn í eigu Íbúðalánasjóðs. Rekstur þess er sjálfstæður og hefur félaginu verið kosin sérstök stjórn. Félagið yfirtekur núgildandi leigusamninga í óbreyttri mynd og ættu leigjendur viðkomandi eigna ekki að verða fyrir neinni röskun. Eignasvið Íbúðalánasjóðs mun annast rekstur fasteigna Leigufélagsins Kletts ehf., þar til félagið tekur að fullu til starfa.
Eftir stofnun félagsins er Íbúðalánasjóður enn með um 1.700 fasteignir í eignasafni sínu. Hátt í 400 af þeim eru í útleigu, en stofnun leigufélagsins mun í engu raska stöðu þeirra sem leigja þær íbúðir.
Markmið Íbúðalánasjóðs með stofnun leigufélags
Stofnun leigufélagsins hefur tvö meginmarkmið. Annars vegar að losa um eignarhald Íbúðalánasjóðs á fasteignum og aðskilja rekstur þeirra frá rekstri sjóðsins. Hins vegar að koma til móts við þann vilja stjórnvalda að auka framboð á húsnæði til langtímaleigu.
Leigufélagið Klettur ehf.
Megintilgangur Leigufélagsins Kletts ehf. er að bjóða hentugt íbúðarhúsnæði til leigu um allt land, með langtíma húsnæðisöryggi að leiðarljósi. Heildarverðmæti þeirra 524 eigna sem félagið yfirtekur er um 7,7 milljarðar króna. Áætluð velta félagsins á árinu 2013 er um 700 milljónir króna. Hagnaður af rekstri félagsins mun renna til uppbyggingar á starfsemi þess.
Eignir leigufélagsins:
Höfuðborgarsvæðið 211
Suðurnes 99
Vesturland 56
Vestfirðir 4
Norðurland 49
Austurland 55
Suðurland 50
Fjöldi 524
Fermetrar alls 48.000 m2
Hið nýstofnaða félag heitir Leigufélagið Klettur ehf. og verður fyrst um sinn í eigu Íbúðalánasjóðs. Rekstur þess er sjálfstæður og hefur félaginu verið kosin sérstök stjórn. Félagið yfirtekur núgildandi leigusamninga í óbreyttri mynd og ættu leigjendur viðkomandi eigna ekki að verða fyrir neinni röskun. Eignasvið Íbúðalánasjóðs mun annast rekstur fasteigna Leigufélagsins Kletts ehf., þar til félagið tekur að fullu til starfa.
Eftir stofnun félagsins er Íbúðalánasjóður enn með um 1.700 fasteignir í eignasafni sínu. Hátt í 400 af þeim eru í útleigu, en stofnun leigufélagsins mun í engu raska stöðu þeirra sem leigja þær íbúðir.
Markmið Íbúðalánasjóðs með stofnun leigufélags
Stofnun leigufélagsins hefur tvö meginmarkmið. Annars vegar að losa um eignarhald Íbúðalánasjóðs á fasteignum og aðskilja rekstur þeirra frá rekstri sjóðsins. Hins vegar að koma til móts við þann vilja stjórnvalda að auka framboð á húsnæði til langtímaleigu.
Leigufélagið Klettur ehf.
Megintilgangur Leigufélagsins Kletts ehf. er að bjóða hentugt íbúðarhúsnæði til leigu um allt land, með langtíma húsnæðisöryggi að leiðarljósi. Heildarverðmæti þeirra 524 eigna sem félagið yfirtekur er um 7,7 milljarðar króna. Áætluð velta félagsins á árinu 2013 er um 700 milljónir króna. Hagnaður af rekstri félagsins mun renna til uppbyggingar á starfsemi þess.
Eignir leigufélagsins:
Höfuðborgarsvæðið 211
Suðurnes 99
Vesturland 56
Vestfirðir 4
Norðurland 49
Austurland 55
Suðurland 50
Fjöldi 524
Fermetrar alls 48.000 m2