Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 1,4 milljörðum króna í nóvember en þar af voru 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í nóvember 2011 einnig 1,3 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru 10,6 milljónir króna. Heildarfjárhæð almennra lána það sem af er ári er samtals 12,0 milljarðar króna en var 20,5 milljarðar króna á sama tímabili 2011.
Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 1.223 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 2.043 lán á sama tímabili í fyrra.
Ríkisstjórnin mun afla heimildar í fjárlögum 2013 til að auka stofnfé Íbúðalánasjóðs um allt að 13 milljarða króna þannig að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði ekki lægra en 3% miðað við ársbyrjun 2013. Það er þó engu að síður áfram stefna stjórnvalda að eigið fé sjóðsins verði 5% líkt og kveðið er á um í reglugerð um sjóðinn. Nánari ákvörðun um fjárhæð framlagsins verður tekin um leið og uppgjör ársins 2012 liggur fyrir sem og áfangaskýrsla starfshóps velferðarráðherra.
Velferðarráðherra mun skipa sérstakan starfshóp með aðild forsætisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs til þess að fara yfir framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk sjóðsins sem leiði til þess að rekstur sjóðsins standi undir sér. Starfshópurinn skilar áfangaskýrslu fyrir lok febrúar 2013.
Þann 27. nóvember sl. voru skuldabréf allra flokka íbúðabréfa færð á athugunarlista Kauphallar Íslands með vísan til fréttatilkynningar frá ríkisstjórninni um málefni sjóðsins sem birt var sama dag. Sú ákvörðun var tekin af hálfu Kauphallar Íslands vegna óvissu um verðmyndun bréfanna, sbr. ákvæði 8.2 í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga á NASDAQ OMX Iceland.
Ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa hækkaði í nóvember. Nam hækkunin 24-65 punktum. Frá áramótum hefur ávöxtunarkrafa HFF14 hækkað um 6,55%, krafa HFF24 hefur hækkað um 0,82% og krafa HFF44 um 0,07%. Ávöxtunarkrafa HFF34 hefur lækkað um 0,14% það sem af er ári.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 61,5 milljörðum króna í nóvember samanborið við 30,8 milljarða í október 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu 660 milljónum króna í nóvember. Uppgreiðslur námu um 1,6 milljörðum króna.
Þróun vanskila útlána
Í lok nóvember 2012 nam fjárhæð vanskila einstaklinga 4,91 (4,97)* milljarði króna og er undirliggjandi lánavirði 90,3 (92,3) milljarðar króna eða um 13,7% (14,0%) útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,3% lækkun frá fyrra mánuði og er undirliggjandi lánafjárhæð í vanskilum í lok nóvember 0,5% undir meðalstöðu ársins. Heimili í vanskilum eru 4.795 (4.913) og þar af eru 616 (634) heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru því 9,4% (9,6%) þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok nóvember 2012. Það er sama hlutfall og í lok árs 2011.
Í lok nóvember nam fjárhæð vanskila útlána til lögaðila alls 3,3 (2,4) milljörðum króna og nam undirliggjandi lánavirði 30,5 (30,0) milljörðum króna. Tengjast því vanskil um 21,1% (20,8%) lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,3% hækkun frá fyrri mánuði og er 1,3% undir meðalstöðu ársins. Lækkun vanskila lögaðila það sem af er ári skýrist að stórum hluta af því að undirliggjandi veðandlag útláns hafi verið yfirtekið af Íbúðalánasjóði.
Í lok nóvember náðu vanskil einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu til 2.641 (2.696) heimila og vanskil einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins náðu til 2.154 (2.217) heimila. Sé litið til undirliggjandi lánsfjárhæðar eru 12,1% (12,4%) lána einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu í vanskilum og 16,3% (16,7%) lána einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins. Vanskil eða frystingar ná samtals til 15,1% (15,3%) lánasafnsins.
Vanskil teljast hér lán í vanskilum umfram 90 daga vanskil og lán sem eru í frystingu.
*Tölur innan sviga standa fyrir fjárhæðir og hlutföll fyrri mánaðar.
Eignasafnið
Í lok nóvembermánaðar átti Íbúðalánasjóður 2.193 fullnustueignir um land allt og hefur þeim fjölgað um 38 frá fyrra mánuði. Um 53% fasteigna sjóðsins voru áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila.
1492 eignir sjóðsins eru byggðar á árunum 1972-2008 en einungis 60 eru byggðar eftir árið 2008. 641 eign er byggð fyrir árið 1972.
Heildarstærð eignasafnsins er 240.982 m2, þar af eru 48.538 m2 á höfuðborgarsvæðinu, 81.981 m2 á Suðurnesjum, 39.603 m2 á Suðurlandi, 21.760 m2 á Austurlandi og 49.100 m2 á öðrum stöðum á landinu.
Í töflu hér til hliðar er yfirlit yfir staðsetningu eigna flokkað eftir landshlutum og nýtingu/ráðstöfun þeirra.
881 íbúð er í útleigu um land allt. Íbúðalánasjóður hefur heimild til að leigja út eignir á þeim svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði. Þannig hefur sjóðurinn verið að fjölga eignum í útleigu á svæðum þar sem mikil eftirspurn er eftir leigueignum. Eignir sjóðsins eru leigðar út á markaðsverði. Íbúðalánasjóður styðst m.a. við upplýsingar úr gagnagrunni yfir þinglýsta leigusamninga til að meta markaðsleiguverð eftir svæðum. Er þá miðað við sambærilegar eignir eftir staðsetningu, stærð, aldri og fleira. Þjóðskrá Íslands skráir þinglýsta leigusamninga og í skránni eru núna um 17 þúsund skráðir leigusamningar.
324 íbúð er óíbúðarhæf. Þessar íbúðir eru ýmist í byggingu og því ekki fullbúnar eða óíbúðarhæfar vegna aldurs og ástands. 729 íbúðir eru í sölumeðferð, annað hvort komnar í sölu eða unnið er að söluskráningu þeirra. Allar fasteignasölur á landinu geta tekið eignir sjóðsins í sölumeðferð en í gildi er samstarfssamningur við Félag fasteignasala um verklag við sölu eigna sjóðsins.
Af þeim 2.193 eignum sem Íbúðalánasjóður á hefur 1.673 eignum nú þegar verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. 520 eignir bíða frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum.
Íbúðalánasjóður hefur selt 570 íbúðir frá áramótum 2007/2008.
Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 1.223 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 2.043 lán á sama tímabili í fyrra.
Ríkisstjórnin mun afla heimildar í fjárlögum 2013 til að auka stofnfé Íbúðalánasjóðs um allt að 13 milljarða króna þannig að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði ekki lægra en 3% miðað við ársbyrjun 2013. Það er þó engu að síður áfram stefna stjórnvalda að eigið fé sjóðsins verði 5% líkt og kveðið er á um í reglugerð um sjóðinn. Nánari ákvörðun um fjárhæð framlagsins verður tekin um leið og uppgjör ársins 2012 liggur fyrir sem og áfangaskýrsla starfshóps velferðarráðherra.
Velferðarráðherra mun skipa sérstakan starfshóp með aðild forsætisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs til þess að fara yfir framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk sjóðsins sem leiði til þess að rekstur sjóðsins standi undir sér. Starfshópurinn skilar áfangaskýrslu fyrir lok febrúar 2013.
Þann 27. nóvember sl. voru skuldabréf allra flokka íbúðabréfa færð á athugunarlista Kauphallar Íslands með vísan til fréttatilkynningar frá ríkisstjórninni um málefni sjóðsins sem birt var sama dag. Sú ákvörðun var tekin af hálfu Kauphallar Íslands vegna óvissu um verðmyndun bréfanna, sbr. ákvæði 8.2 í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga á NASDAQ OMX Iceland.
Ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa hækkaði í nóvember. Nam hækkunin 24-65 punktum. Frá áramótum hefur ávöxtunarkrafa HFF14 hækkað um 6,55%, krafa HFF24 hefur hækkað um 0,82% og krafa HFF44 um 0,07%. Ávöxtunarkrafa HFF34 hefur lækkað um 0,14% það sem af er ári.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 61,5 milljörðum króna í nóvember samanborið við 30,8 milljarða í október 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu 660 milljónum króna í nóvember. Uppgreiðslur námu um 1,6 milljörðum króna.
Þróun vanskila útlána
Í lok nóvember 2012 nam fjárhæð vanskila einstaklinga 4,91 (4,97)* milljarði króna og er undirliggjandi lánavirði 90,3 (92,3) milljarðar króna eða um 13,7% (14,0%) útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,3% lækkun frá fyrra mánuði og er undirliggjandi lánafjárhæð í vanskilum í lok nóvember 0,5% undir meðalstöðu ársins. Heimili í vanskilum eru 4.795 (4.913) og þar af eru 616 (634) heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru því 9,4% (9,6%) þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok nóvember 2012. Það er sama hlutfall og í lok árs 2011.
Í lok nóvember nam fjárhæð vanskila útlána til lögaðila alls 3,3 (2,4) milljörðum króna og nam undirliggjandi lánavirði 30,5 (30,0) milljörðum króna. Tengjast því vanskil um 21,1% (20,8%) lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,3% hækkun frá fyrri mánuði og er 1,3% undir meðalstöðu ársins. Lækkun vanskila lögaðila það sem af er ári skýrist að stórum hluta af því að undirliggjandi veðandlag útláns hafi verið yfirtekið af Íbúðalánasjóði.
Í lok nóvember náðu vanskil einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu til 2.641 (2.696) heimila og vanskil einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins náðu til 2.154 (2.217) heimila. Sé litið til undirliggjandi lánsfjárhæðar eru 12,1% (12,4%) lána einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu í vanskilum og 16,3% (16,7%) lána einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins. Vanskil eða frystingar ná samtals til 15,1% (15,3%) lánasafnsins.
Vanskil teljast hér lán í vanskilum umfram 90 daga vanskil og lán sem eru í frystingu.
*Tölur innan sviga standa fyrir fjárhæðir og hlutföll fyrri mánaðar.
Eignasafnið
Í lok nóvembermánaðar átti Íbúðalánasjóður 2.193 fullnustueignir um land allt og hefur þeim fjölgað um 38 frá fyrra mánuði. Um 53% fasteigna sjóðsins voru áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila.
1492 eignir sjóðsins eru byggðar á árunum 1972-2008 en einungis 60 eru byggðar eftir árið 2008. 641 eign er byggð fyrir árið 1972.
Heildarstærð eignasafnsins er 240.982 m2, þar af eru 48.538 m2 á höfuðborgarsvæðinu, 81.981 m2 á Suðurnesjum, 39.603 m2 á Suðurlandi, 21.760 m2 á Austurlandi og 49.100 m2 á öðrum stöðum á landinu.
Í töflu hér til hliðar er yfirlit yfir staðsetningu eigna flokkað eftir landshlutum og nýtingu/ráðstöfun þeirra.
881 íbúð er í útleigu um land allt. Íbúðalánasjóður hefur heimild til að leigja út eignir á þeim svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði. Þannig hefur sjóðurinn verið að fjölga eignum í útleigu á svæðum þar sem mikil eftirspurn er eftir leigueignum. Eignir sjóðsins eru leigðar út á markaðsverði. Íbúðalánasjóður styðst m.a. við upplýsingar úr gagnagrunni yfir þinglýsta leigusamninga til að meta markaðsleiguverð eftir svæðum. Er þá miðað við sambærilegar eignir eftir staðsetningu, stærð, aldri og fleira. Þjóðskrá Íslands skráir þinglýsta leigusamninga og í skránni eru núna um 17 þúsund skráðir leigusamningar.
324 íbúð er óíbúðarhæf. Þessar íbúðir eru ýmist í byggingu og því ekki fullbúnar eða óíbúðarhæfar vegna aldurs og ástands. 729 íbúðir eru í sölumeðferð, annað hvort komnar í sölu eða unnið er að söluskráningu þeirra. Allar fasteignasölur á landinu geta tekið eignir sjóðsins í sölumeðferð en í gildi er samstarfssamningur við Félag fasteignasala um verklag við sölu eigna sjóðsins.
Af þeim 2.193 eignum sem Íbúðalánasjóður á hefur 1.673 eignum nú þegar verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. 520 eignir bíða frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum.
Íbúðalánasjóður hefur selt 570 íbúðir frá áramótum 2007/2008.