Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót. Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda sem einstaklingar eiga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum.
Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Með vægari úrræðum er t.d. átt við greiðslujöfnun, skuldbreytingu vanskila, lengingu lána, frestun afborgana eða leiðréttingu á höfuðstól íbúðalána niður í 110% af verðmæti fasteignar.
Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda.
Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Með vægari úrræðum er t.d. átt við greiðslujöfnun, skuldbreytingu vanskila, lengingu lána, frestun afborgana eða leiðréttingu á höfuðstól íbúðalána niður í 110% af verðmæti fasteignar.
Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda.