endurbaetur nytt_lan vedlanaflutningur yfirtaka_lana icon-play icon-pdf icon-checkmark at icon-bradabirgdagreidslumat icon-calculator icon-chevon icon-clock icon-close icon-contract icon-counseling icon-credit-evaluation icon-external icon-external icon-felagasamtok icon-finnaleiguhus icon-hammer icon-happy icon-home icon-hus icon-info icon-info icon-lan icon-landlord icon-lock icon-menu-cat icon-menuburger icon-money icon-nursing-home icon-phone icon-question icon-quick icon-report icon-search icon-close icon-towns icon-unhappy icon-variables icon-vaxtatafla icon-velta icon-hammer house-icon simple-arrow-right simple-arrow-left file-icon ILS_houses-outline icon_email
ILS Logo Mobile
ILS Logo
  • Um okkur
    Um okkur
    Fara í næsta flokk
    • Lög og reglugerðir
    • Skýrslur
    • Lánshæfismat
    • Áætlanir
    • Fyrirvari
    • Þjónustulögfræðingar
    • Fréttir
    • Upplýsingaöryggi

  • Fjárfestar
    Fjárfestar
    Fara framhjá aðalvalmynd
    • Lánshæfismat
    • Skýrslur
    • Áætlanir
    • Prospectus
    • Húsbréf

Útlán 1,3 milljarðar í september

Hlusta

Skrifað þann 17.10.2012

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu um 1,3 milljörðum króna í september en þar af var tæpur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í september 2011 um 1,9 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 8,9 milljónir króna. Heildarfjárhæð almennra lána fyrstu 9 mánuði ársins er samtals um 9,4 milljarðar króna en var um 17,7 milljarðar króna á sama tímabili 2011.
Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 972 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 1.760 lán á sama tímabili í fyrra.
Ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa lækkaði í september nema krafa flokks HFF34 sem stóð í stað. Nam lækkunin 1 – 48 punktum. Frá áramótum hefur ávöxtunarkrafa HFF14 hækkað um 5,99% og krafa HFF24 hækkað um 0,16%. Ávöxtunarkrafa HFF34 hefur lækkað um 0,36% og krafa HFF44 um 0,19% á sama tímabili.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 37,1 milljarði króna í september samanborið við 55,7 milljarða í ágúst 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu um 7,9 milljörðum króna í september. Uppgreiðslur námu um 1,2 milljörðum króna.

Aukin upplýsingagjöf um þróun vanskila
Eftirleiðis mun mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs hafa að geyma kafla um þróun vanskila útlána sjóðsins. Upplýsingar um vanskil lána í eigu sjóðsins eru mikilvægar fyrir markaðinn. Lánasafn Íbúðalánasjóðs er alls 92.906 veðlán á 51.897 fasteignum í eigu einstaklinga og 8.497 fasteignum í eigu lögaðila.
Vanskil hafa sögulega verið lítil í útlánasafni ÍLS en við hrun á fjármálamarkaði haustið 2008 jukust vanskil einstaklinga úr því að ná til um 2% útlána sjóðsins í það að ná til um 15% útlána. Í lok september 2012 námu vanskil einstaklinga 5,06 milljörðum króna og er undirliggjandi lánavirði 95,4 milljarðar króna eða um 14,2% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,1% aukningu frá fyrri mánuði og er 0,1% undir meðalstöðu vanskila ársins 2012. Heimili í vanskilum eru 5.051 og þar af er 671 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru því 9,7% þeirra heimila sem hafa lán hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok september 2012. Í lok árs 2011 var sama hlutfall 8,7%.
Í lok september námu vanskil lána til lögaðila alls 2,38 milljörðum króna og er undirliggjandi lánavirði 31 milljarður króna. Þetta er um 21% útlána sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,6% lækkun frá fyrri mánuði og er 1,6% undir meðalstöðu vanskila lögaðila á árinu 2012. Lækkun vanskila lögaðila það sem af er ári skýrist að mestu af því að undirliggjandi veðandlag útláns hafi verið yfirtekið af Íbúðalánasjóði. Alls nema útlán til lögaðila 18,1% af heildarútlánum Íbúðalánasjóðs.
Í lok september náðu vanskil einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu til 2.774 heimila og 2.277 heimila utan höfuðborgarsvæðisins. Sé litið til undirliggjandi lánsfjárhæðar eru 12,6% lána einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu í vanskilum og 17,2% lána einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins í vanskilum.
  • Þjónustuver ÍLS
  • Senda erindi

Þjónustuver ÍLS

Fáðu beint samband við þjónustufulltrúa og mínar síður
Hringdu í síma 569 6900 eða fáðu beint netsamband við þjónustufulltrúa.

Opnunartími þjónustuvers er milli 09:00 – 16:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að skoða stöðu lána á mínum síðum.

  • 569 6900
    09:00 – 16:00
  • Hefja netspjall

Láttu í þér heyra. Sendu okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun hér á vefnum.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira