Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 1,1 milljarði króna í júlí en þar af var um 1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júlí 2011 um 2,2 milljörðum króna. Meðalupphæð almennra útlána var um 10,9 milljónir króna í júlí.
Vísitala neysluverðs í júlí 2012 lækkaði um 0,72% frá fyrra mánuði (lækkaði um 1,0% án húsnæðis). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,3% sem jafngildir 1,0% verðhjöðnun á ári (1,9% verðhjöðnun á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 716 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 1.339 lán á sama tímabili í fyrra.
Ávöxtunarkrafa flokka íbúðabréfa HFF24, HFF34 og HFF44 lækkaði í júlí og nam lækkunin 3 - 18 punktum. Ávöxtunarkrafa flokks HFF14 hækkaði um 26 punkta frá fyrra mánuði.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 20,7 milljörðum króna í júlí samanborið við 51,2 milljarða í júní 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna húsbréfa og annarra skuldbindinga námu tæpum 400 milljónum króna í júlí. Uppgreiðslur námu um 1,5 milljörðum króna.
Vísitala neysluverðs í júlí 2012 lækkaði um 0,72% frá fyrra mánuði (lækkaði um 1,0% án húsnæðis). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,3% sem jafngildir 1,0% verðhjöðnun á ári (1,9% verðhjöðnun á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 716 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 1.339 lán á sama tímabili í fyrra.
Ávöxtunarkrafa flokka íbúðabréfa HFF24, HFF34 og HFF44 lækkaði í júlí og nam lækkunin 3 - 18 punktum. Ávöxtunarkrafa flokks HFF14 hækkaði um 26 punkta frá fyrra mánuði.
Heildarvelta íbúðabréfa nam 20,7 milljörðum króna í júlí samanborið við 51,2 milljarða í júní 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna húsbréfa og annarra skuldbindinga námu tæpum 400 milljónum króna í júlí. Uppgreiðslur námu um 1,5 milljörðum króna.