Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum milljarði króna í apríl en þar af voru tæpar 700 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í apríl 2011 tæpum 2 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 10 milljónir króna í apríl. Heildarfjárhæð almennra lána það sem af er ári er samtals um 3,7 milljarðar króna en var um 7 milljarðar króna á sama tímabili árið 2011.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingismann, formann stjórnar Íbúðalánasjóðs í stað Katrínar Ólafsdóttur, lektors, sem óskað hefur lausnar vegna annarra starfa. Jóhann hefur setið í stjórn sjóðsins frá ársbyrjun 2007. Jafnframt hefur ráðherra skipað Henný Hinz, hagfræðing, aðalmann í stjórnina og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sérfræðing í innanríkisráðuneytinu, varamann.
Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 397 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 702 lán á sama tímabili í fyrra, sem er fækkun um rúm 43%.
Ávöxtunarkrafa á flokkum íbúðabréfa HFF14 og HFF24 lækkaði í apríl, HFF14 um 41 punkt og HFF24 um 7 punkta. Krafa á HFF34 stóð í stað og krafa á HFF44 hækkaði um 1 punkt.
Heildarvelta íbúðabréfa nam um 18,6 milljörðum króna í apríl samanborið við um 95 milljarða í mars 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu rúmum 8,7 milljörðum króna í apríl. Uppgreiðslur námu um 1,7 milljörðum króna.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingismann, formann stjórnar Íbúðalánasjóðs í stað Katrínar Ólafsdóttur, lektors, sem óskað hefur lausnar vegna annarra starfa. Jóhann hefur setið í stjórn sjóðsins frá ársbyrjun 2007. Jafnframt hefur ráðherra skipað Henný Hinz, hagfræðing, aðalmann í stjórnina og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sérfræðing í innanríkisráðuneytinu, varamann.
Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 397 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 702 lán á sama tímabili í fyrra, sem er fækkun um rúm 43%.
Ávöxtunarkrafa á flokkum íbúðabréfa HFF14 og HFF24 lækkaði í apríl, HFF14 um 41 punkt og HFF24 um 7 punkta. Krafa á HFF34 stóð í stað og krafa á HFF44 hækkaði um 1 punkt.
Heildarvelta íbúðabréfa nam um 18,6 milljörðum króna í apríl samanborið við um 95 milljarða í mars 2012.
Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu rúmum 8,7 milljörðum króna í apríl. Uppgreiðslur námu um 1,7 milljörðum króna.