Aðgengi að húsnæði fyrir alla
Íbúðalánasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og tryggja almenningi aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu.
Það er markmið sjóðsins að vera leiðandi í rannsóknum á húsnæðismarkaði og styðja þannig við stefnumótun og framkvæma húsnæðisstefnu stjórnvalda.
Íbúðalánasjóður starfar samkvæmt lögum
Samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 skal Íbúðalánasjóður annast stjórn og framkvæmd húsnæðismála.
Íbúðalánasjóður fer með framkvæmd laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Íbúðalánasjóður fer með framkvæmd laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016.