Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið boða til opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 29. maí. Tilgangur fundarins er að kalla eftir opinni umræðu um hvernig breytingar á húsaleigulögum geti best tryggt öryggi á leigumarkaði.
Síðastliðið haust skipaði forsætisráðherra átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til það bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Meðal tillagna er lagt til að fram fari endurskoðun á ákvæðum húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda.
Til þess að endurskoðun á húsnæðislögum verði vönduð og í samræmi við sett markmið kalla Íbúðalánasjóður og ráðuneytið eftir opinni umræðu um hvernig breytingar geti best tryggt öryggi á leigumarkaði og aukinn rétt leigjenda. Það er á þeim grundvelli sem Leigudagurinn er haldinn í Reykjavík þann 29. maí á Hilton Nordica.
Húsið opnar kl. 8:30 þegar boðið verður upp á létta morgunhressingu og hefst dagskráin stundvíslega kl. 9:15 og lýkur kl. 14:15. Dagskráin verður í formi stuttra erinda, vinnustofa og pallborðsumræðna.
Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð fyrir fundarmenn. Athugið að sætaframboð er takmarkað og því er æskilegt að fólk skrái sig.
Dagskrá
8:30 Morgunhressing
9:15 Opnunarávarp - Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
9:30 Framsöguerindi
- Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu
Húsaleigulög: ákvörðun leigu, lengd leigusamnings, uppsögn og úrræði.
- Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi
Frá sjónarhóli leigjenda.
- Marinó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Frá sjónarhóli námsmanna.
- María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Ölmu
Fjölbreytni, framboð og fagmennska.
- Sigurður Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Frá sjónarhóli hins almenna leigusala.
10:00 Vinnustofur
12:15 Hádegishlé
13:00 Pallborðsumræður undir stjórn Sigmars Guðmundssonar dagskrárgerðarmanns á RÚV
- Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla
- Auður Björg Jónsdóttir, formaður kærunefndar húsamála
- Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, varaformaður Húseigendafélagsins
- Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands
- Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi
14:15 Fundarslit
Síðastliðið haust skipaði forsætisráðherra átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til það bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Meðal tillagna er lagt til að fram fari endurskoðun á ákvæðum húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda.
Til þess að endurskoðun á húsnæðislögum verði vönduð og í samræmi við sett markmið kalla Íbúðalánasjóður og ráðuneytið eftir opinni umræðu um hvernig breytingar geti best tryggt öryggi á leigumarkaði og aukinn rétt leigjenda. Það er á þeim grundvelli sem Leigudagurinn er haldinn í Reykjavík þann 29. maí á Hilton Nordica.
Húsið opnar kl. 8:30 þegar boðið verður upp á létta morgunhressingu og hefst dagskráin stundvíslega kl. 9:15 og lýkur kl. 14:15. Dagskráin verður í formi stuttra erinda, vinnustofa og pallborðsumræðna.
Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð fyrir fundarmenn. Athugið að sætaframboð er takmarkað og því er æskilegt að fólk skrái sig.
Dagskrá
8:30 Morgunhressing
9:15 Opnunarávarp - Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
9:30 Framsöguerindi
- Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu
Húsaleigulög: ákvörðun leigu, lengd leigusamnings, uppsögn og úrræði.
- Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi
Frá sjónarhóli leigjenda.
- Marinó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Frá sjónarhóli námsmanna.
- María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Ölmu
Fjölbreytni, framboð og fagmennska.
- Sigurður Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Frá sjónarhóli hins almenna leigusala.
10:00 Vinnustofur
12:15 Hádegishlé
13:00 Pallborðsumræður undir stjórn Sigmars Guðmundssonar dagskrárgerðarmanns á RÚV
- Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla
- Auður Björg Jónsdóttir, formaður kærunefndar húsamála
- Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, varaformaður Húseigendafélagsins
- Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands
- Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi
14:15 Fundarslit
Skráning fer fram hér