Föstudaginn 13. apríl heldur Íbúðalánasjóður opinn fund um stöðu húsnæðismála á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89 á Akureyri milli klukkan 12:00 og 13:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og er fundurinn opinn öllum.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Haukur Ingibergsson stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs opnar fundinn.
Markaður í meðbyr: Húsnæðismarkaðurinn á Norðurlandi. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði fer yfir stöðu húsnæðismarkaðarins á Norðurlandi.
Átak í uppbyggingu í landsbyggðunum. Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á Húsnæðissviði fer yfir átak í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í landsbyggðunum sem unnið er að í tengslum við ályktun stjórnar Íbúðalánasjóðs.
Í lok fundar verður boðið upp á umræður og spjall.