Íbúðalánasjóður og Félag fasteignasala boða til mánaðarlegs samtalsfundar ÍLS og fasteignasala þriðjudaginn 8. maí kl. 9. Farið verður yfir nýjustu tölur af íbúðamarkaði, leigumarkaði og lánamarkaði og boðað til samtals um þróunina.
Efni nýrrar mánaðarskýrslu sjóðsins verður kynnt, en hún kemur út sama dag. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun um verðþróun á fasteignamarkaði auk umfjöllunar um leigumarkaðinn og lánamarkaðinn. Hagdeild Íbúðalánasjóðs mun kynna nýjar tölur af íbúðamarkaði og lánamarkaði. Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðsmála, mun kynna niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar um leigumarkaðinn.
Að loknum erindum verður boðið upp á umræður.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 9 í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í Borgartúni 21. Áætlað er að fundinum ljúki um kl. 9:45. Við vonumst eftir góðri mætingu og líflegum umræðum.