Mikil umræða hefur verið um þörf fyrir óhagnaðardrifin leigufélög sem geti staðið að uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði til leigu fyrir þá hópa sem ráða illa við þær hækkanir sem verið hafa á leigumarkaði.
Íbúðalánasjóður býður nú til opins fundar þar sem fjallað verður um með hvaða hætti félagasamtök gætu staðið að stofnun óhagnaðardrifinna leigufélaga í formi húsnæðissjálfseignarstofnana (HSES) miðvikudaginn 13.júní milli klukkan 12:00 og 13:00 í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs að Borgartúni 21.
Fundurinn er 13.júní klukkan 12-13
Léttar veitingar í boði
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði: Hvað er HSES? Hvernig byggjum við upp óhagnaðardrifin leigufélög?
Una Jónsdóttir, deildarstjóri Leigumarkaðsmála: Staðan á leigumarkaði