Íbúðalánasjóður hvetur lántakendur til að kynni sér vel og bera saman ólíka lánakosti áður en þeir taka lán. Samræmt upplýsingaefni um lánakosti og þróun höfuðstóls og greiðslubyrði má meðal annars nálgast á vef Neytendastofu.
Hér er t.d.hægt að bera saman:
- Tvö lán með mismunandi lánstíma.
- Tvær lánasamsetningar, t.d. samkvæmt söluyfirlitum tveggja íbúða.
- Verðtryggð og óverðtryggð lán.
- Jafngreiðslulán og lán með jöfnum afborgunum.
- Nýja lántöku á móti því að yfirtaka lán ásamt því að taka nýtt til viðbótar.
Oft hvíla á íbúðum hagstæð lán með lágum vöxtum sem skynsamlegt getur verið að yfirtaka. Af eldri lánum þarf t.d. ekki að greiða ný lántökugjöld eða stimpilgjöld.
Þegar lagt er mat á greiðslubyrði er mikilvægt að skoða ekki eingöngu næstu 12 mánuði því einhver lán gætu verið uppgreidd á undan öðrum. Betra er því að bera saman meðalgreiðslu út allan lánstímann.
Vakin er athygli á því að útreikningarnir eru áætlun miðað við þær forsendur sem hafa verið valdar og þau kjör sem eru í gildi á hverjum tíma. Eru niðurstöðurnar því eingöngu til viðmiðunar og ekki skuldbindandi fyrir Íbúðalánasjóð. Allir útreikningar á vef Íbúðalánasjóðs eru birtir með fyrirvara um villur.